B-listi og D-listi í meirihlutaviðræðum í Suðurnesjabæ
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Suðurnesjabæ. Fulltrúar B- og D-lista hafa verið í óformlegum viðræðum um samstarf á komandi kjörtímabili en þær viðræður eru nú komnar í formlegt ferli og ganga vel. Gera má ráð fyrir að hægt verði að ljúka viðræðum í vikunni eða um næstu helgi, segir í tilkynningu sem Anton Guðmundsson, oddviti B-lista, og Einar Jón Pálsson, oddviti D-lista, undirrita.